Indverskt karrý

23. nóvember 2009

Þessi dásamlega bragðgóði réttur er auðveldur og fljótlegur í matreyðslu 25-30 mín. en maður getur alveg gefið sér upp undir klukkutíma í sjálfa eldunina (leggjum fallega á borð á meðan maturinn mallar).  Útkoman er algerlega þess virði að leggja líf og sál í matseldina.  Í þennan rétt bætti ég við 2 msk af Mango chutney og það kom rosalega vel út (en eykur að sjálfsögðu sykurinnihaldið).  Svo má að sjálfsögðu setja í réttinn, allt það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni.  Njótið!

Næringarinnihald:

Kaloríur….. 473
Prótein……..19
Kolvetni……84g
Sykur………18g
Fita………….9g
Mettaðar…..1g

1 msk jurtaolía
2 hvítlauskrif
1 laukur
3 celerystilkar
1 epli, saxað
1 tsk karrý (meðal sterkt)
1 tsk engifer
400 g niðurs. kjúklingabaunir
125 g dverg baunir, skornar í bita
225 g blómkál (skipt í litlar greinar)
225 g kartöfflur, skornar í bita
175 g sveppir, sneiddir
600 ml grænmetissoð
1tsk tómatmauk
25 g rúsínur
175 g basmati hrísgrjón
1 tsk garam masala

Mint raita (myntusósa)
150 ml lífrænt jógúrt
1 tsk söxuð fersk minta

1  Hitið olíu á stórri pönnu.  Bætið hvítlauk, lauk, sellerý og eplum út í pönnuna og steikið yfir meðal hita í 3-4 mín. Setjið karrýduftið og engifer saman við og eldið í 1-2 mínútur í viðbót.  Hræra reglulega.
2  Látið renna af kjúklingabaununum og bætið þeim út í laukblönduna, ásamt grænu dvergbaununum, blómkálinu, sveppunum, soðinu, tómatkraftinum og rúsínunum.
3  Látið suðu koma upp, lækkið þá hitann, setjið lokið á og látið krauma í 35-40 mínútur.
4  Á meðan gerið þið mintusósuna.  Blandið jógúrtinu og mintunni saman.  Setjið í skál, plast yfir og geymið í kæli þar til borið fram.
5  Sjóðið hrísgrjónin í stórum potti með létt söltu vatni í u.þ.b. 12 mínútur, eða þar til hrígrjónin verða passlega mjúk.  Hellið vatninu af, hreinsið hrísgrjónin með soðnu vatni og hellið svo aftur af.
6  Rétt áður en rétturinn er borinn fram, hrærið garam masala saman við réttinn.  Berið svo fram með hrísgrjónunum og mintusósunni. Skreytið mintusósuna með saxaðri ferskri mintu.Lokað er fyrir ummæli.