Súpa fyrir sálina

19. maí 2008

Heilsuhúsið birti þessa uppskrift í heilsupóstinum 01. tölublað - 12. árgangur - feb. 2007

400g blaðlaukur, snyrtur og skorinn í sneiðar
1 dós lífrænar kjúklingabaunir
1 dl hvítvín eða mysa (við notuðum mysu og það kom mjög vel út)
1 l. vatn
1 teningur kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur t.d. Plantaforce
4 stk. hvítlauksrif, marin
5 stk. fennelfræ (notuðum örugglega 15 stykki)  :O)
2 msk ólífuolía
salt og pipar
3 msk Egypskt Dukkah frá Yndisauka (algerlega ómissandi í súpuna og ofan á brauð smurt með ólífuolíu)

Aðferð

1. Hitið ólífuolíuna í víðum potti. 
2. Steikið hvítlaukinn og fennelfræin í 30 sek. í olíunni. 
3. Bætið blaðlauknum út í og steikið hann í þrjár mínútur með hvítlauknum og fennelfræunum. 
4. Bætið u.þ.b. 1 tsk salti saman við. 
5. Hellið svo kjúklingabaununum út í með vökvanum og svo vatninu, kjúklingakraftinum og hvítvíninu, látið malla í um 20 mín. 
6. Maukið svo 1/3 hluta af súpunni í matvinnsluvél eða mixer og blandið aftur saman við súpuna. 
7. Smakkið til með salti og pipar. 
8. Hellið súpunni í skálar, stráið Dukkah yfir og berið fram með góðri samvisku. 
9. Munið að signa yfir pottinn!