Þessi matarmikla grænmetissúpa er bæði falleg fyrir augað og girnileg.  Berið hana fram með Parmesan osti og nýbökuðu brauði með sólþurkuðum tómötum.

Upplýsingar: 

Kaloríur…….285
Prótein……..16g
Kolvetni…….29g
Sykur……….11g
Fita………….12g
Mettuð fita….3g

Uppskriftin er fyrir 4

2 msk ólífuolía
2 stk blaðlaukur, sneiddur
2 stk kúrbítur, skornir í teninga
2 hvítlauksgeirar, marðir
800 g niðursoðnir lífrænt ræktaðir tómatar (saxaðir)
1 msk tómatmauk
1 lárviðarlauf
850 ml grænmetissoð (lífr.)
400 g niðursoðnar kjúklingabaunir, látið renna af þeim og hreinsið
225 g spínat
salt og pipar
Borið fram með ferskum Parmesan og tómatbrauði

Aðferð

  1. Hitið olíuna í stórum potti, bætið blaðlauknum og kúrbítnum saman við og snöggsteikið (5 mín), hrærið stöðugt
  2. Bætið við tómat, tómatmauki, lárviðarlaufi, grænmetissoði og kjúklingabaunum
  3. Komið upp suðu og látið sjóða í 5 mínútur
  4. Saxið niður spínatið, bætið því út í súpuna og látið sjóða í 2 mínútur til viðbótar.  Kryddið eftir smekk
  5. Fjarlægið lárviðarlaufið út súpunni.  Berið súpuna fram með ferskum parmesan osti og nýju tómatbrauði
  6.