Uppskriftin er fyrir fjóra.

500 g Spergilkál (Brokkolí)
500 g Kartöfflur
Salt, pipar og fínt rifið múskat
Einn stór bufflaukur
300 g tofú (stíft)
2 matsk. ólífuolía (nota smá til að smyrja fatið með)
250 ml. sojarjómi eða fituskertur rjómi frá Maizena (í litlu flöskunum)
100 ml. grænmetiskraftur
60-100 gr. rifinn ostur (eða eftir smekk) 
3 msk. brauðrasp

Aðferð:

1.  Þrífið kartöfflurnar og sjóðið þær með hýðinu (þannig varðveitist c-vítamínið í kartöfflunni).  Sjóðið stutta suðu, því gott er að hafa kartöfflurnar frekar stífar þegar þær eru afhýddar og skornar niður í sneiðar.

2.  Skolið spergilkálið og deilið því niður í smáar greinar.  Sjóðið í saltvatni í ca. 10 mínútur.

3.  Skerið laukinn í fína hringi og “svitið” í olíu á pönnu en gætið þess að brúna ekki laukinn, (við notuðum líka þrjár gulrætur vegna þess að þær voru til í ísskápnum :)  og skárum í þunnar skífur, mýktum á pönnunni með lauknum, virkaði mjög vel með þessum rétti).

4.  Setjið laukinn (og grænmetið af pönnunni ef þið hafið notað fleira) á disk til hliðar og geymið.  Skerið tofú niður í teninga (ca. sykurmolastærð) og steikið á pönnunni við frekar háan hita.  Veltið tofúbitunum á pönnunni til að koma í veg fyrir að þeir festist við.  Tofú er viðkvæm matvara og mikilvægt að fara varlega vilji maður halda formi og lögun bitanna.  Gott er að skvetta smá dassa af sojasósu (ca. eina matskeið) yfir bitana, gefur virkilega gott bragð.  Fjarlægið svo bitana af pönnunni þegar þeir eru orðnir ljósbrúni að lit og komnir með pínu stökka áferð.

5.  Kveikið á ofninum, stillið á 200°c

6.  Hellið vatninu af spergilkálinu (ekki mauksjóða, bara stutt suða svo það haldist frekar stökkt), flysjið kartöfflurnar, skerið þær í skífur og leggið á vígsl í eldfast mót, ásamt grænmetinu í þessari röð:  kartöfflur, spergilkál, laukurinn (laukblanda) og tofu, kartöfflur, spergilkál, laukur og tofu og síðan koll af kolli þar til allt er komið í mótið.  Munið að krydda hvert lag með salti, pipar og múskati!

7.  Hellið 100 ml. af sjóðandi vatni yfir grænmetiskraftinn.  Blandið síðan sojarjómanum saman við.  Blandan hellist yfir réttinn.  Rifna ostinum stráð yfir og þar ofan á fer brauðmylsnan.

8.  Bakið í ofni ca. 20-30 mín. 

Í staðinn fyrir spergilkál/brokkólí má nota aðrar grænmetistegundir eftir smekk.  Prufið ykkur endilega áfram!

Með þessu er gott að hafa hýðishrísgrjón og ferskt salat.  Einnig buðum við upp á speltbrauð með ólífuolíu og Dukka með möndlum ofaná… tær snilld!2 ummæli við „Brokkolí- og kartöfflugratín“

  1. Emilía ritaði:

    Þetta kom mjög á óvart. Þetta var alveg svakalega gott. Ég mæli með þessari uppskrift fyrir hvern sem er :)

  2. Melody ritaði:

    Thanks for writing this.