Pasta með hnetum og osti
7. júní 2008
Einfaldur og ódýr pastaréttur, fljótlegur og þægilegur í undirbúningi en girniglegur og ljúffengur á diski
Innan sviga má sjá tilbrigði grænmetisætunnar við réttinn, en með þeim breytingum lækkar fituinnihald réttarins umtalsvert og próteininnihald hækkar Gangi ykkur vel!
Næringarinnihald:
Kaloríur….. 531
Prótein…… 20g
Kolvetni….. 35g
Sykur…….. 4g
Fita……….. 35g
Mettaðar…. 16g
60g Furuhnetur
350g Pastaslaufur (spelti)
200g Rjómaostur (mjúkt tofu)
2 stk Kúrbítur, niður sneiddur
125g Spergilkál/brokkolí, brotið niður í litlar greinar
125g Hvítir litlir sveppir, ferskir
150ml Mjólk (soja-/rís-/haframjólk)
90g Gráðaostur (rifinn sojaostur)
1msk Fersk Basillauf
Salt og pipar
Basilsprotar til skrauts
Berið fram með grænu salati!
1 Þurristið Furuhneturnar
2 Sjóðið pastað í miklu, léttsöltu vatni í 10-12 min. eða þar til rétt tilbúið
3 Á meðan sýður brokkolíið og kúrbíturinn í litlu, léttsöltu vatni í u.þ.b. 5 mín.
4 Látið rjómaostinn á pönnu og hitið varlega, hrærið stöðugt! Blandið mjólkinni saman við, basillaufum og sveppum og sjóðið við vægan hita í 2-3 mín. Bætið þá gráðosti saman við og kryddið eftir smekk. (Sama aðferð ef notað er tofu og sojasotur!)
5 Látið renna af pastanu og grænmetinu og blandið saman. Hellið sósunni yfir pastað og stráið furuhnetunum yfir, blandið varlega saman. Skreytið með basillaufi. Berið strax fram með grænu salati!