Kjúklingabauna- og tómatsúpa
7. febrúar 2008
Þessi matarmikla grænmetissúpa er bæði falleg fyrir augað og girnileg. Berið hana fram með Parmesan osti og nýbökuðu brauði með sólþurkuðum tómötum.
Upplýsingar:
Kaloríur…….285
Prótein……..16g
Kolvetni…….29g
Sykur……….11g
Fita………….12g
Mettuð fita….3g
Uppskriftin er fyrir 4
2 msk ólífuolía
2 stk blaðlaukur, sneiddur
2 stk kúrbítur, skornir í teninga
2 hvítlauksgeirar, marðir
800 g niðursoðnir lífrænt ræktaðir tómatar (saxaðir)
1 msk tómatmauk
1 lárviðarlauf
850 ml grænmetissoð (lífr.)
400 g niðursoðnar kjúklingabaunir, látið renna af þeim og hreinsið
225 g spínat
salt og pipar
Borið fram með ferskum Parmesan og tómatbrauði
Aðferð
- Hitið olíuna í stórum potti, bætið blaðlauknum og kúrbítnum saman við og snöggsteikið (5 mín), hrærið stöðugt
- Bætið við tómat, tómatmauki, lárviðarlaufi, grænmetissoði og kjúklingabaunum
- Komið upp suðu og látið sjóða í 5 mínútur
- Saxið niður spínatið, bætið því út í súpuna og látið sjóða í 2 mínútur til viðbótar. Kryddið eftir smekk
- Fjarlægið lárviðarlaufið út súpunni. Berið súpuna fram með ferskum parmesan osti og nýju tómatbrauði
7. október 2008 kl. 12.46
Þessi súpa er gargandi snilld!!! Prufið og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Eldaði hana líka heima hjá mér og unglingurinn sagði: ,,Mamma, af hverju gerirðu ekki þessa súpu oftar”
19. ágúst 2009 kl. 20.45
Verulega góð súpa, eða kannski má kalla þetta pottrétt, því hún er svo matarmikil.