Kirkjubrauð Önnu

17. janúar 2010

Þessa uppskrift fékk ég hjá Önnu kirkjuverði og varð að bjóða ykkur hana líka.  Dásamlegt brauð, frekar blautt og þétt, en dásamlega bragðgott og mettandi.  Svo ekki sé minnst á hollustuna. 

5 dl spelt
1 dl sólblómafræ, sesamfræ eða kókosmjöl
3 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 - 1 tsk sjávarsalt
1 1/2 - 2 dl ab-mjólk eða sojamjólk
1 1/2 - 2 dl sjóðandi heitt vatn

1.  Blandið þurrefnum saman í skál.
2.  Hellið vökvanum út í og blandið varlega saman.
3.  Á þessu stigi er hægt að setja ýmislegt fleira saman við brauðdegið, t.d. sólþurkaða tómata, ólífur, gulrætur, hvítlauk eða kryddjurtir. 
4.  Setjið degið í smurt brauðform og bakið í 25-30 mín við 200 °C hita.

Með þessa brauðuppskrift er um að gera að leika sér svolítið, gera tilraunir og skoða hvað ykkur finnst best.  Sjálfri finnst mér brauðið best með sólblómafræjunum.  Nýbakað, er brauðið algert lostæti. 

Gangi ykkur vel!

Indverskt karrý

23. nóvember 2009

Þessi dásamlega bragðgóði réttur er auðveldur og fljótlegur í matreyðslu 25-30 mín. en maður getur alveg gefið sér upp undir klukkutíma í sjálfa eldunina (leggjum fallega á borð á meðan maturinn mallar).  Útkoman er algerlega þess virði að leggja líf og sál í matseldina.  Í þennan rétt bætti ég við 2 msk af Mango chutney og það kom rosalega vel út (en eykur að sjálfsögðu sykurinnihaldið).  Svo má að sjálfsögðu setja í réttinn, allt það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni.  Njótið!

Næringarinnihald:

Kaloríur….. 473
Prótein……..19
Kolvetni……84g
Sykur………18g
Fita………….9g
Mettaðar…..1g

1 msk jurtaolía
2 hvítlauskrif
1 laukur
3 celerystilkar
1 epli, saxað
1 tsk karrý (meðal sterkt)
1 tsk engifer
400 g niðurs. kjúklingabaunir
125 g dverg baunir, skornar í bita
225 g blómkál (skipt í litlar greinar)
225 g kartöfflur, skornar í bita
175 g sveppir, sneiddir
600 ml grænmetissoð
1tsk tómatmauk
25 g rúsínur
175 g basmati hrísgrjón
1 tsk garam masala

Mint raita (myntusósa)
150 ml lífrænt jógúrt
1 tsk söxuð fersk minta

1  Hitið olíu á stórri pönnu.  Bætið hvítlauk, lauk, sellerý og eplum út í pönnuna og steikið yfir meðal hita í 3-4 mín. Setjið karrýduftið og engifer saman við og eldið í 1-2 mínútur í viðbót.  Hræra reglulega.
2  Látið renna af kjúklingabaununum og bætið þeim út í laukblönduna, ásamt grænu dvergbaununum, blómkálinu, sveppunum, soðinu, tómatkraftinum og rúsínunum.
3  Látið suðu koma upp, lækkið þá hitann, setjið lokið á og látið krauma í 35-40 mínútur.
4  Á meðan gerið þið mintusósuna.  Blandið jógúrtinu og mintunni saman.  Setjið í skál, plast yfir og geymið í kæli þar til borið fram.
5  Sjóðið hrísgrjónin í stórum potti með létt söltu vatni í u.þ.b. 12 mínútur, eða þar til hrígrjónin verða passlega mjúk.  Hellið vatninu af, hreinsið hrísgrjónin með soðnu vatni og hellið svo aftur af.
6  Rétt áður en rétturinn er borinn fram, hrærið garam masala saman við réttinn.  Berið svo fram með hrísgrjónunum og mintusósunni. Skreytið mintusósuna með saxaðri ferskri mintu.

Uppskriftin er fyrir fjóra.

500 g Spergilkál (Brokkolí)
500 g Kartöfflur
Salt, pipar og fínt rifið múskat
Einn stór bufflaukur
300 g tofú (stíft)
2 matsk. ólífuolía (nota smá til að smyrja fatið með)
250 ml. sojarjómi eða fituskertur rjómi frá Maizena (í litlu flöskunum)
100 ml. grænmetiskraftur
60-100 gr. rifinn ostur (eða eftir smekk) 
3 msk. brauðrasp

Aðferð:

1.  Þrífið kartöfflurnar og sjóðið þær með hýðinu (þannig varðveitist c-vítamínið í kartöfflunni).  Sjóðið stutta suðu, því gott er að hafa kartöfflurnar frekar stífar þegar þær eru afhýddar og skornar niður í sneiðar.

2.  Skolið spergilkálið og deilið því niður í smáar greinar.  Sjóðið í saltvatni í ca. 10 mínútur.

3.  Skerið laukinn í fína hringi og “svitið” í olíu á pönnu en gætið þess að brúna ekki laukinn, (við notuðum líka þrjár gulrætur vegna þess að þær voru til í ísskápnum :)  og skárum í þunnar skífur, mýktum á pönnunni með lauknum, virkaði mjög vel með þessum rétti).

4.  Setjið laukinn (og grænmetið af pönnunni ef þið hafið notað fleira) á disk til hliðar og geymið.  Skerið tofú niður í teninga (ca. sykurmolastærð) og steikið á pönnunni við frekar háan hita.  Veltið tofúbitunum á pönnunni til að koma í veg fyrir að þeir festist við.  Tofú er viðkvæm matvara og mikilvægt að fara varlega vilji maður halda formi og lögun bitanna.  Gott er að skvetta smá dassa af sojasósu (ca. eina matskeið) yfir bitana, gefur virkilega gott bragð.  Fjarlægið svo bitana af pönnunni þegar þeir eru orðnir ljósbrúni að lit og komnir með pínu stökka áferð.

5.  Kveikið á ofninum, stillið á 200°c

6.  Hellið vatninu af spergilkálinu (ekki mauksjóða, bara stutt suða svo það haldist frekar stökkt), flysjið kartöfflurnar, skerið þær í skífur og leggið á vígsl í eldfast mót, ásamt grænmetinu í þessari röð:  kartöfflur, spergilkál, laukurinn (laukblanda) og tofu, kartöfflur, spergilkál, laukur og tofu og síðan koll af kolli þar til allt er komið í mótið.  Munið að krydda hvert lag með salti, pipar og múskati!

7.  Hellið 100 ml. af sjóðandi vatni yfir grænmetiskraftinn.  Blandið síðan sojarjómanum saman við.  Blandan hellist yfir réttinn.  Rifna ostinum stráð yfir og þar ofan á fer brauðmylsnan.

8.  Bakið í ofni ca. 20-30 mín. 

Í staðinn fyrir spergilkál/brokkólí má nota aðrar grænmetistegundir eftir smekk.  Prufið ykkur endilega áfram!

Með þessu er gott að hafa hýðishrísgrjón og ferskt salat.  Einnig buðum við upp á speltbrauð með ólífuolíu og Dukka með möndlum ofaná… tær snilld!

Pasta með hnetum og osti

7. júní 2008

Einfaldur og ódýr pastaréttur, fljótlegur og þægilegur í undirbúningi en girniglegur og ljúffengur á diski
Innan sviga má sjá tilbrigði grænmetisætunnar við réttinn, en með þeim breytingum lækkar fituinnihald réttarins umtalsvert og próteininnihald hækkar :o   Gangi ykkur vel!

Næringarinnihald:

Kaloríur….. 531
Prótein…… 20g
Kolvetni….. 35g
Sykur…….. 4g
Fita……….. 35g
Mettaðar…. 16g

60g      Furuhnetur
350g    Pastaslaufur (spelti)
200g    Rjómaostur (mjúkt tofu)
2 stk    Kúrbítur, niður sneiddur
125g    Spergilkál/brokkolí, brotið niður í litlar greinar
125g    Hvítir litlir sveppir, ferskir
150ml  Mjólk (soja-/rís-/haframjólk)
90g     Gráðaostur (rifinn sojaostur)
1msk   Fersk Basillauf
Salt og pipar
Basilsprotar til skrauts
Berið fram með grænu salati!

1  Þurristið Furuhneturnar
2  Sjóðið pastað í miklu, léttsöltu vatni í 10-12 min. eða þar til rétt tilbúið
3  Á meðan sýður brokkolíið og kúrbíturinn í litlu, léttsöltu vatni í u.þ.b. 5 mín.
4  Látið rjómaostinn á pönnu og hitið varlega, hrærið stöðugt! Blandið mjólkinni saman við, basillaufum og sveppum og sjóðið við vægan hita í 2-3 mín. Bætið þá gráðosti saman við og kryddið eftir smekk. (Sama aðferð ef notað er tofu og sojasotur!)
5  Látið renna af pastanu og grænmetinu og blandið saman.  Hellið sósunni yfir pastað og stráið furuhnetunum yfir, blandið varlega saman.  Skreytið með basillaufi.  Berið strax fram með grænu salati!

Súpa fyrir sálina

19. maí 2008

Heilsuhúsið birti þessa uppskrift í heilsupóstinum 01. tölublað - 12. árgangur - feb. 2007

400g blaðlaukur, snyrtur og skorinn í sneiðar
1 dós lífrænar kjúklingabaunir
1 dl hvítvín eða mysa (við notuðum mysu og það kom mjög vel út)
1 l. vatn
1 teningur kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur t.d. Plantaforce
4 stk. hvítlauksrif, marin
5 stk. fennelfræ (notuðum örugglega 15 stykki)  :O)
2 msk ólífuolía
salt og pipar
3 msk Egypskt Dukkah frá Yndisauka (algerlega ómissandi í súpuna og ofan á brauð smurt með ólífuolíu)

Aðferð

1. Hitið ólífuolíuna í víðum potti. 
2. Steikið hvítlaukinn og fennelfræin í 30 sek. í olíunni. 
3. Bætið blaðlauknum út í og steikið hann í þrjár mínútur með hvítlauknum og fennelfræunum. 
4. Bætið u.þ.b. 1 tsk salti saman við. 
5. Hellið svo kjúklingabaununum út í með vökvanum og svo vatninu, kjúklingakraftinum og hvítvíninu, látið malla í um 20 mín. 
6. Maukið svo 1/3 hluta af súpunni í matvinnsluvél eða mixer og blandið aftur saman við súpuna. 
7. Smakkið til með salti og pipar. 
8. Hellið súpunni í skálar, stráið Dukkah yfir og berið fram með góðri samvisku. 
9. Munið að signa yfir pottinn!

Þessi matarmikla grænmetissúpa er bæði falleg fyrir augað og girnileg.  Berið hana fram með Parmesan osti og nýbökuðu brauði með sólþurkuðum tómötum.

Upplýsingar: 

Kaloríur…….285
Prótein……..16g
Kolvetni…….29g
Sykur……….11g
Fita………….12g
Mettuð fita….3g

Uppskriftin er fyrir 4

2 msk ólífuolía
2 stk blaðlaukur, sneiddur
2 stk kúrbítur, skornir í teninga
2 hvítlauksgeirar, marðir
800 g niðursoðnir lífrænt ræktaðir tómatar (saxaðir)
1 msk tómatmauk
1 lárviðarlauf
850 ml grænmetissoð (lífr.)
400 g niðursoðnar kjúklingabaunir, látið renna af þeim og hreinsið
225 g spínat
salt og pipar
Borið fram með ferskum Parmesan og tómatbrauði

Aðferð

  1. Hitið olíuna í stórum potti, bætið blaðlauknum og kúrbítnum saman við og snöggsteikið (5 mín), hrærið stöðugt
  2. Bætið við tómat, tómatmauki, lárviðarlaufi, grænmetissoði og kjúklingabaunum
  3. Komið upp suðu og látið sjóða í 5 mínútur
  4. Saxið niður spínatið, bætið því út í súpuna og látið sjóða í 2 mínútur til viðbótar.  Kryddið eftir smekk
  5. Fjarlægið lárviðarlaufið út súpunni.  Berið súpuna fram með ferskum parmesan osti og nýju tómatbrauði
  6.